ICELANDIC
LAND FARMED
SALMON
Sjálfbært og umhverfisvænt fiskeldi á landi
ICELANDIC LAND FARMED SALMON
Markmið verkefnisins er stofnun fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum fyrir 10.000 tonn á ári af laxi. Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast.
Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð. Gæði afurða úr eldislaxi eru mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim. Laxeldisstöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland. Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur til landgræðslu og áburðarframleiðslu..
Seiði verða bólusett og engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara
með sjálfbærum hætti.
umhverfisvænt – sjálfbært – engin lyf notuð
Fréttir af starfseminni
FRAMKVÆMDIR HAFNAR Í VIÐLAGAFJÖRU
21.02.23 hófst jarðvegsvinna í Viðlagafjöru. Námutrukkur, jarðýta og beltagrafa hafa nú lagt undir sig svæðið.
SKRIFAÐ UNDIR SAMNING VEGNA JARÐVINNU Í VIÐLAGAFJÖRU
Formlega var skrifað undir samning á milli ILFS og Þjótanda ehf. um jarðvinnu í Viðlagafjöru. Ólafur Einarsson kvittaði undir fyrir hönd Þjótanda og Lárus Ásgeirsson fyrir hönd ILFS.
FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN TEKIN Í VIÐLAGAFJÖRU
Fyrsta skóflustungan var tekin í Viðlagafjöru á föstudaginn 17. febrúar.Lárus Ásgeirsson stjórnarformaður ILFS hélt stutta ræðu áður en að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna.Fram kom í máli Sigurjóns Óskarssonar að það væri merkilegt að vera að fara að reisa...