SEIÐAELDI
Með því að hafa seiðaeldi hluta af framkvæmdinni er meðal annars hægt að lækka kolefnisspor framleiðslunnar enn frekar þar sem ekki verður þörf á því að seiði séu flutt langa leið.
Staðsetning og starfsemi seiðaeldisstöðvarinnar
Frá því að matsáætlun fyrir fyrirhugaða framkvæmd var unnin hefur sú breyting átt sér stað að nú er framkvæmdaraðili að vinna að því að bæta við seiðaeldisstöð fyrir eldið.
Ástæða þess er sú að með því að hafa seiðaeldi hluta af framkvæmdinni er meðal annars hægt að lækka kolefnisspor framleiðslunnar enn frekar þar sem ekki verður þörf á því að seiði séu flutt langa leið á landi eins og til stóð. Þá má einnig gera ráð fyrir því að seiða afföll verði minni vegna flutninga. Með því að hafa seiðaeldið í Vestmannaeyjum er öll starfsemin á einum stað með hagræði fyrir framleiðsluna