Fyrirspurnir v. fjáfestinga

Netfang

fjarfestingar@ilfs.is

Almennar fyrirspurnir

Netfang

info@ilfs.is

ICLANDIC LAND FARMED SALMON

FISKELDI Á LANDI Í VESTMANNAEYJUM

 

SJÁLFBÆRT OG UMHVERFISVÆNT

 

 

ENGIN LYF NOTUÐ Í RÆKTUNINA

500 NÝ STÖRF Í VESTMANNAEYJUM

GEGNUMSTREYMSKERFI

hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar

ICELANDIC LAND FARMED SALMON

Markmið verkefnisins er stofnun fiskeldisstöðvar á landi í Vestmannaeyjum fyrir 10.000 tonn / ári af laxi. Fiskeldi hefur um langt skeið verið sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hraðast. 

Aukning fólksfjölda á heimsvísu og batnandi lífsgæði hafa gert að verkum að eftirspurn eftir laxi hefur aukist hraðar en framboð.  Gæði afurða úr eldislaxi eru orðin mikil og er hann vinsæl matvara víða um heim.  Laxeldisstöðin í Viðlagafjöru mun framleiða hágæða matvöru með hreinni umhverfisvænni orku í hreinum sjó við hagstæðar aðstæður en sjávarhiti í Vestmannaeyjum er sá hæsti umhverfis Ísland.  Affall verður hreinsað frá stöðinni og úrgangur nýttur eftir fremsta megni.
Seiði verða bólusett en engin lyf verða notuð í eldinu. Með því verður sköpuð náttúruleg hágæða matvara
með sjálfbærum hætti.

umhverfisvæntsjálfbærtengin lyf notuð

Fréttir af starfseminni

FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN TEKIN Í VIÐLAGAFJÖRU

FYRSTA SKÓFLUSTUNGAN TEKIN Í VIÐLAGAFJÖRU

Fyrsta skóflustungan var tekin í Viðlagafjöru á föstudaginn 17. febrúar.Lárus Ásgeirsson stjórnarformaður ILFS hélt stutta ræðu áður en að Sigurjón Óskarsson tók fyrstu skóflustunguna.Fram kom í máli Sigurjóns Óskarssonar að það væri merkilegt að vera að fara að reisa...

Kynningarmyndband

Stefnt er á byggingu 10.000 tonna / ári fiskeldisstöðvar fyrir lax

Það þýðir að um um 100 ný störf gætu orðið til í Vestmannaeyjum.

Fullkomin staðsetning

Valinn hefur verið staður í Viðlagafjöru á Heimaey.  Sjávarhiti við Vestmannaeyjar er mjög hagstæður sem er mikilvægt upp á góðan vaxtarhraða og góða afkomu rekstrarins. Stöðin mun notast við svokallað gegnumstreymiskerfi þar sem hreinum sjó er dælt upp í gegnum stöðina og hreinsaður áður en honum er skilað aftur til sjávar.